Epicureanbretti verður til
Að fóðra súrinn og hnoðlaust byrjendabrauð
Til þess að geta bakað skiptir máli að súrinn (einnig kallað súrdeigsmóðir) sé hress og í góðu jafnvægi. Annars getur reynst erfitt og jafnvel ómögulegt að baka úr honum. Þetta er í rauninni eins og að eiga lítið gæludýr á eldhúsbekknum sínum. Hér er farið í meginatriði fóðrunar og í lokin deilir Ragnheiður Maísól uppskrift að hnoðlausu byrjendabrauði.
Við fengum verðlaun!
Hvernig býrðu til súrdeigsmóður?
Áður en súrdeigsbakstur hefst þarf að verða sér út um svokallaða súrdeigsmóður, eða geril. Það kann að hljóma flókið að búa til lítið vistkefi í krukku en það er hægðarleikur ef farið er rétt að. Hér útskýrir Ragnheiður Maísól ferlið skref fyrir skref á einfaldan hátt.
Að velja sér pönnu: Steypujárn
Við fáum daglega heimsókn frá viðskiptavinum sem eru að leita sér að pönnu sem gerir allt. Ímyndið ykkur vonbrigðin þegar við þurfum að útskýra að hún sé ekki til! Sem betur fer getum við hjálpað þér að finna pönnu sem er fullkomin fyrir þig. Það er nefnilega mikilvægt að steypa sér pönnu eftir vexti, svo ekki sé talað um eftir þörfum heimilis. Í fyrstu færslunni í þessari greinaröð tökum við fyrir pottjárnspönnur. Okkur þykir það afar viðeigandi enda eiga þær sér sögu sem hófst löngu fyrir kristið tímatal.
Hvað er súrdeig?
Það má segja að súrdeigið hafi átt svokallað „come-back“ á síðustu árum. Það er ekki langt síðan eingöngu heilsubúðir seldu súrdeigsbrauð en í dag stöndum við í löngum röðum til að komast yfir þennan heilaga gral brauðsins. Hvað er svona merkilegt við súrdeigsbrauð? Ragnheiður Maísól Sturludóttir útskýrir fyrir okkur hvað heillar hana við súrdeigið í þessum fyrsta lið á blogginu um súrdeigsgerð.
Að steikja til pönnu
Það eru til ótal aðferðir við að steikja til pönnu. Sumir notast við kartöfluhýði, aðrir salt. Margir setja pönnuna á hellu, aðrir inn í ofn og enn aðrir vilja helst fleygja henni á beran eld. Allar aðferðirnar eiga þó tvennt sameiginlegt: Olíu og hita. Þessi tvö atriði eru í raun allt sem þarf.