Posts by gestapenni
Að fóðra súrinn
Til þess að geta bakað skiptir máli að súrinn (einnig kallað súrdeigsmóðir) sé hress og í góðu jafnvægi. Annars getur reynst erfitt og jafnvel ómögulegt að baka úr honum. Þetta er í rauninni eins og að eiga lítið gæludýr á eldhúsbekknum sínum. Hér er farið í meginatriði fóðrunar og í lokin deilir Ragnheiður Maísól uppskrift að hnoðlausu byrjendabrauði.
Hvernig býrðu til súrdeigsmóður?
Hvað er súrdeig?
Það má segja að súrdeigið hafi átt svokallað „come-back“ á síðustu árum. Það er ekki langt síðan eingöngu heilsubúðir seldu súrdeigsbrauð en í dag stöndum við í löngum röðum til að komast yfir þennan heilaga gral brauðsins. Hvað er svona merkilegt við súrdeigsbrauð? Ragnheiður Maísól Sturludóttir útskýrir fyrir okkur hvað heillar hana við súrdeigið í þessum fyrsta lið á blogginu um súrdeigsgerð.