Fróðleikur

Epicureanbretti verður til

Epicurean var stofnað í Bandaríkjunum árið 2003. En frá 1997 höfðu stofnendurnir framleitt fjöldann allan af hjólabrettagörðum víðsvegar um Bandaríkin úr svokölluðum „Richlite“ efniviði. Það var svo um jólin 2003 sem þau ákváðu að nota restar af efniviðnum í jólagjafir og smíðuðu vinnubretti fyrir vini og vandamenn.  Þá varð ekki aftur snúið!

Notagildi, gæði og góð hönnun eru í hávegum höfð hjá Epicurean. Stefna fyrirtækisins er að bera ábyrgð í framleiðslu og í senn framleiða skilvirkar og endingargóðar vörur í allavega stærðum og litum.

Epicurean vörurnar eru því mikilvægt tól í öll eldhús og henta ólíkum þörfum neytenda.

„Richlite“ efniviðurinn er samsettur úr pappírsefnivið frá borginni Tacoma í Washingtonríki. Pappírinn er gegndreyptur í trjákvoðu, blautum blaðsíðunum raðað hver ofan á aðra og er örkin því næst pressuð saman af gríðarlegum krafti og með miklum hita þar til úr verður gegnheill efniviður.

Úr verður vara sem er fádæma sterk en minnir í senn á hlýjan við. Brettin eru létt, draga ekki í sig vökva og eru vel hitaþolin. Þau eru enn fremur með náttúrulega bakterívörn, fara vel með hnífana þína og mega fara í uppþvottavél.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *