Fróðleikur

Hefunarkörfur: Meðferð og þrif

Þetta hefðbundna þýska tágaform eru engu líkt við hefun á brauði. Náttúrulegur og ómeðhöndlaður reyrinn sér til þess að hefunin sé jöfn. Karfan heldur hita á deiginu og drekkur í sig raka en þannig er gerjuninni stýrt. Útkoman er jöfn, falleg áferð og góð skorpa.

Fyrir fyrstu notkun
Fyrir fyrstu notkun er gott að spreyja körfuna að innan með léttri olíu eða vatni. Með því verndarðu reyrinn án þess að hafa áhrif á loftunina eða rakastjórnun. Því næst skaltu strá hveiti yfir körfuna. Þá er mælt með að nota 50% kartöflumjöl og 50% rúgmjöl og leyfa blöndunni að vera í fimm mínútur. Stráðu því næst enn meira af blöndunni yfir körfuna og leyfðu að standa. Eftir stutta stund skaltu snúa körfunni við og slá létt í hana svo umfram hveitið losni. Hefunarkarfan er nú tilbúin til notkunar en núna þarftu einungis að strá hveiti yfir körfuna fyrir hefun.

ATH. Láttu hefunarkörfuna þorna vel eftir hverja notkun, annað hvort á þerrigrind eða inni í ofni við 120-140° í 20 mínútur. Ekki stafla hefunarkörfum sem enn eru rakar.

Þrif á hefunarkörfum
Hefunarkörfuna þarf að þrífa á 3-4 vikna fresti með þurrum bursta. Á 6 mánaða fresti er svo gott að skola hana vel með vatni og láta hana þorna inni í ofni við vægan hita t.d.  120-140° í 20 mínútur.

Þá er einnig mælt með að spreyja körfuna með léttu olíunni einu sinni á ári. Þetta ferli veltur þó að sjálfsögðu á notkun, það má þrífa körfuna almennilega oftar sé hún notuð í miklum mæli.

Herbert Birnbaum er fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hefunarkörfum í fimm kynslóðir, eða frá 1847. Hefunarform frá Herbert Birnbaum má finna í bakaríum um allt Þýskaland og jafnvel víðar. Þær eru framleiddar í Þýskalandi og uppfylla allar heilbrigðiskröfur þar í landi.