Fróðleikur

Korbo körfur

Handunnu körfurnar frá Korbo eiga sér ríka sögu í heimalandi sínu, Svíþjóð. Þær eru ekki bara fallegar heldur líka sterkbyggðar og notadrjúgar. Körfurnar þóttu ómissandi fyrir bændur og sjómenn þar sem þær þola vel álag, veður og vind. Ástæðan fyrir þessum gæðum er að þær eru handhnýttar úr einum og sama vírnum. Þær eru hvergi soðnar saman og þannig eru engin samskeyti sem geta veikst eða brotnað. Körfurnar einfaldlega geta ekki farið í sundur!

Í dag eru Korbo körfur ekki síður stofustáss en verkfæri, sökum þess hversu fallegar þær eru. Minni körfurnar henta vel undir ýmislegt smálegt og eru vinsælar til dæmis í forstofuna. Stærsta karfan er tilvalin óhreinatauskarfa eða til að geyma púða og stærri hluti.

Handgerðu körfurnar frá Korbo fást í fjórum útgáfum: galvaníseruðu stáli, ryðfríu stáli, kopar og látúni. Þá fást körfurnar í þremur útgáfum og átta stærðum.

Sænskir kartöflubændur nýta sér Korbo körfu við uppskeruna.
Korbo karfa notuð við fiskverkun. Myndirnar eru teknar í Svíþjóð á fimmta áratug síðustu aldar.

Í galvaníseringu er sink borið á stálið sem vörn. Galvanísering hefur verið notuð í meira en 150 ár til að verja stál gegn ryði og skemmdum með góðum árangri. Með tímanum fær stálið á sig fallega, matta patínuáferð.

Sýruþolið ryðfrítt stálið inniheldur nikkel og mólýbdenum sem ver það algerlega gegn ryði. Ólíkt galvaníseraða stálinu sem er með yfirborðsvörn er ryðfría stálið óhúðað og varið inn að kjarna. Ryðfríu körfurnar munu halda gljáanum gegn um tíðina.

Frá framleiðslunni, hér er verið að hnýta lausa enda á Korbo körfu.
Frá framleiðslunni, hér er verið að merkja körfu. „K“ til þess að sjáist að hún sé ósvikin.

Korbo körfurnar eru framleiddar í þremur formum og átta stærðum. Klassíska útgáfan (þessu sem sjóararnir notuðu í gamla daga) er með höldum sitt hvoru megin og hentar vel til að standa á gólfi og bera hluti.  „Tunnan“ er með höldu öðru megin. Hana er hægt að hengja á vegg með þar til gerðri festingu og sómir sér vel frammi í anddyri, inni á baðherbergi eða eldhúsi svo eitthvað sé nefnt. Að lokum er það „fatan“ en eins og nafnið gefur til kynna er hún með handfang þvert yfir sem getur fallið til hliðar eins og á skúringafötu. Þessi karfa hentar vel hvar sem er, það er gott að halda á henni og svo er gott að binda á hana reipi (við erum að sjá fyrir okkur að geta setið úti í garði og fá t.d. hvítvínssendingu af svölunum!).

Fallegir aukahlutir eru til fyrir Korbo körfurnar: Taupokar í stærstu tunnuna (svo maður geti gert úr henni óhreinatauskörfu t.d.), veggfestingar í nokkrum litum og botnplötu fyrir þá sem vilja ekki að smáhlutir falli gegn um botninn á körfunni.