Blandarinn er bæði ætlaður til þess að hakka súkkulaði sem og blanda hummus og boost. Eins oft og lengi og þig lystir!
Hann er notaður með því að setja Assistent Original vélina á hliðina og fjarlægja öryggislokið. Því næst smella blandaranum ofan á mótorinn og hann er tilbúinn til notkunar.
Blandarinn frá Ankarsrum samanstendur af könnu úr óbrjótanlegu plasti, loki og tappa. Hægt er að bæta hráefnum í blandarann á meðan kveikt er á honum með því að fjarlægja tappann. Blandarinn tekur allt að 1,5 l, en þó er aðeins mælt með að fylla hann upp að 1,3 á meðan hann er í gangi.