bökunarstál
22.900 kr.
Á lager
Bökunarstálið frá Gourmetstal er stimplað úr 6 mm þykkri stálplötu sem er ca. 9 kg á þyngd og verulega hitaleiðandi. Stálið er hannað til þess að baka brauðmeti við sömu skilyrði og finna má í steinuðum pizzaofni. Það hitnar og leiðir hita 18-20 sinnum hraðar en klassískir pizzasteinar sem fellst í góður orkusparnaður.
Bökunarstálið þarf 40-60 mínútur að hitna vel með grillstillingu í ofninum. Því næst er brauðmetið sett á stálið og látið vera ofarlega í ofninum.
– Pizzur þurfa aðeins 2-3 mínútur.
– Bollur aðeins 5-6 mínútur.
– Brauðhleifur aðeins 10-12 mínútur.
Þar að auki er einnig hægt að setja stálið á grillið og nota það sem steikarplötu, og því hægt að steikja/grilla allt frá kjöti og grænmeti til skelfísks á plötunni.
Þegar kemur að þrifum er mikilvægt að hafa í huga að bökunarstálið er ekki ryðfrítt. Því þarf að passa að það standi ekki í bleyti eða þvíumlíkt yfir nótt, það er mun betra að leyfa því að kólna eftir notkun í um klukkustund. Þá er einnig auðveldara og þægilegra að vaska það upp, því næst skal þurrka stálið vel áður en það er lagt til hliðar á þurran stað.
Framleitt í Svíþjóð úr sænsku gæða stáli.
Vörumerki |
Gourmetstal |
---|---|
Efniviður |
Stál |
Litur |
Stál |
Stærð |
37 x 33 CM |