Lokið í Capsule flöskunni frá Kinto opnast sjálfkrafa þegar henni er hallað og lokast sömuleiðis þegar hún stendur bein. Filterinn er úr mjög fínu neti eða „mesh“-i sem kemur í veg fyrir að kaffikorgur rati út í kaffið. Það má einnig nota Capsule flöskuna til að laga cold brew te.
Það má setja flöskuna og lokið í uppþvottavél en mælt er með að þvo filterinn upp í höndum.
Flaskan er 27 cm á hæð og 8,5 að þvermáli.