Lýsing
Djúpa Choc Extreme pannan er 6,5 cm á dýpt og með tveimur eyrum í stað skafts. Dýptin hentar vel þegar verið er að elda stóra rétti sem þarf að leyfa að malla.
Pannan er:
– úr áli, sem gerir hana léttari
– keramíkhúðuð, sem gerir hana viðloðunarfría
– með stálbotni, svo hún gengur á spanhelluborð.
Það má setja Choc Extreme pönnurnar í uppþvottavél.