svart te, Earl Grey

2.590 kr.

Á lager

Earl Grey svart te frá Kusmi Tea sem er sérvalið úr lífrænni ræktun og blandað ilmandi olíu bergamíu ávaxtarins.

Sagan segir að þessi tiltekna svarttesblanda hafi orðið til þegar Grey jarli hafi verið færður ítalskur ilmappelsínu ávöxtur (e. bergamot, citrus bergamia), hann hafi skorið sneið af appelsínunni og bætt út í ilmandi svart teið sitt and the rest is history eins og sagt er.  Önnur útgáfa eignar þjóni hans uppfinninguna, sú þriðja að Grey jarl hafi komið með blönduna tilbúna heim frá Kína.   Hverju sem maður trúir er teið sem kennt er við gráa jarlinn fyrir löngu orðið klassíkt og uppáhaldsteblanda margra.

Innihald:  svart te úr lífrænt vottaðri ræktun, bergamíu ilmkjarnaolía (bergamot)
Bruggtími: 3-4 mínútur
Hitastig: 90°C

Vörumerki

Kusmi Tea

Stærð

100 grömm