Espressoburstinn eru með stífum svínshárum sem auðvelt er að stinga í hvern krók og kima í kaffigerðinni. Stífu hárin gera það að verkum að ekki þarf vatn eða önnur hreinsiefni til að þrífa umfram kaffimulning.
Dökki espressoburstinn er úr svokölluðum „thermo“við. Það er viður sem búið er að meðhöndla við svo háan hita að viðarsykurinn bráðnar, viðurinn sjálfur dökknar og lokast. Með þessu móti dregur hann í sig lítinn sem engan raka og þarfnast ekki eins mikils viðhalds og ómeðhöndlaður viður.