ToGo Organic flaskan og lokið eru bæði þrædd og er flaskan því 100% loftþétt. Hægt er að opna hana bæði ofan og neðanfrá, sem auðveldar áfyllingu og þrif. Það má setja flöskuna í uppþvottavél.
Boxið er 19 cm á hæð og 8 cm að þvermáli.
ToGo Organics línan hjá Lekué er stórt skref í markmiði vörumerkisins að gera framleiðsluna og vöruúrvalið umhverfisvænt. Organics heiti línunnar vísar í plöntutrefjarnar sem finna má í vörunum. Plöntutrefjarnar samanstanda aðallega af sellulósa og eru fengnar frá úrgangi af viðarvinnslu. Úrgangurinn er rifinn, síaður og sótthreinsaður áður en honum er blandað við própýlínplasti (sem er endurvinnanlegt). Úr verður nýr efniviður án þess að sóa auðlindum og sem dregur sömuleiðis úr kolefnislosun, annars yrði viðarúrgangurinn brenndur.