Hvort sem þú ætlar að bjóða vinunum í garðveislu heima eða heilla þína nánustu með grilluðu gómsæti í lautarferðum og útilegum er Sportman’s grillið fyrir þig. Grillið er fullkomið fyrir snögggrillun á teinum (í Hibachi stíl) enda býður það upp á alvöru hita en það ræður við flest, geggjað grænmeti og dýrindis steikur, allt eftir þínum smekk. Grillið passar mátulega upp á útimatarboðið svo það verður miðpunktur athyglinnar í veislunni, passaðu bara að undirlagið sé hitaþolið.
Lodge Sportsman’s grillið er framleitt í Tennessee í Bandaríkjunum úr smíðajárni og tilbakað með grænmetisolíu. Olían og járnið ganga í bandalag sem ver grillið fyrir ryði og gerir það viðloðunarfrítt. Þú þarft að rækta þetta samband og ef til vill strjúka yfir grillið með olíu öðru hvoru til að byggja upp og viðhalda olíuhúðinni. Það er einfalt að fjarlægja grindina ofan á grillinu til að bæta við kolum. Skúffan undir grillinu er færanleg sem gerir þér bæði kleift að stýra loftflæði og þar með hita í kolunum og fjarlægja öskuna á einfaldan hátt þegar partýið er búið.
Með grillinu fylgir sett af gormakrókum úr stáli sem auðvelda meðhöndlun grillsins og það er kannski vert að taka það fram að grillið verður HEITT við notkun!