Þetta handhæga demantsbrýni er fyrir evrópska og asíska hnífa sem brýndir eru beggja vegna með 20° eða 15° fláa. Pronto Pro brýnið stendur undir nafni en það er einstaklega hraðvirkt og þægilegt í notkun. Þrjú þrep eru á brýninu: Fyrsta þrepið er eingöngu fyrir asíska hnífa eða aðra hnífa með 15° fláa, annað þrepið er fyrir evrópska hnífa með 20° fláa og það þriðja er til fínslípunar fyrir allar tegundir hnífa, þar á meðal tennta. Öll þrepin eru með demantsbrýni. Brýnið skorðar hnífinn vel auk þess sem undirlag þess er úr mjúku gúmmíi en það er einnig á haldinu. Þetta minnkar líkurnar á slysum og kemur í veg fyrir að manni fipist og skaði þar með hnífseggina.
Brýnið hentar til almenns viðhalds á eftirfarandi hnífum: kokkahnífar, Santoku hnífar, brauðhnífar, úrbeiningarhnífar, veiðihnífar, vasahnífar.