hefunarkarfa lífræn, snittubrauð

3.690 kr.3.890 kr.

Þetta hefðbundna þýska tágaform eru engu líkt við hefun á brauði. Náttúrulegur og ómeðhöndlaður reyrinn sér til þess að hefunin sé jöfn. Karfan heldur hita á deiginu og drekkur í sig raka en þannig er gerjuninni stýrt. Útkoman er jöfn, falleg áferð og góð skorpa.

Herbert Birnbaum er fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hefunarkörfum í fimm kynslóðir. Hefunarform frá Herbert Birnbaum má finna í bakaríum um allt Þýskaland og jafnvel víðar. Þær eru framleiddar í Þýskalandi og uppfylla allar heilbrigðiskröfur þar í landi.

Þrif á hefunarkörfum: Fyrir fyrstu notkun er gott að spreyja körfuna að innan með léttri olíu. Með því verndarðu reyrinn án þess að hafa áhrif á loftunina og rakastjórnun. Því næst skaltu strá hveiti yfir körfuna (mælt með að nota 50% kartöflumjöl).
ATH. Láttu hefunarkörfuna þorna vel eftir hverja notkun, annað hvort á þerrigrind eða inni í ofni við 120-140° í 20 mínútur.

Hefunarkörfuna þarf að þrífa á 3-4 vikna fresti með þurrum bursta og vel með vatni á 6 mánaða fresti og láta hana þorna inni í ofni við vægan hita. Þá er einnig mælt með að spreyja körfuna með léttu olíunni einu sinni á ári.

Vörumerki

Herbert Birnbaum

Efniviður

Reyr

Litur

Ljóst

Stærð

35 CM

,

40 CM