Hirsla sem getur þjónað mörgum hlutverkum en er fullkomlega endurvinnanleg. Það var hugmyndin sem lagt var af stað með við hönnun Urban Nomad vegghillanna. Hillurnar eru hannaðar fyrir FÓLK Reykjavík af verðlaunahönnuðinum Jóni Helga Hólmgeirssyni.
Útkoman hefur slegið í gegn enda passa hillurnar í öll herbergi heimilisins, hvort sem er ein eða margar saman, krókarnir og slárnar hjálpa til við að gera hverja og eina einstaka. Hillurnar eru úr endurunnu stáli og sjálfbærum FSC vottuðum gegnheilum aski.
Bættu við slá og krókum til að auka notkunarmöguleikana.