Lítill diskur í fuglalínunni frá Bitossi með fallegri skreytingu á hvítum bakgrunni ásamt gyllingu á brún disksins. Diskurinn er rúmir 15 cm í þvermál svo hann hentar vel undir kökusneið í kaffiboði, undir smáhluti eða sem skrautdiskur á vegg.
Diskurinn þolir allt að 250 þvotta í uppþvottavél en hafa ber í huga að gyllingin getur dofnað með miklum þvotti. Þá má ekki setja diskinn í örbylgjuofn.