Líkt og nafnið á settinu gefur til kynna þá er Les Essentiels+ settið frá Opinel ómissandi í eldhúsið.
Í settinu eru: 1) Lítill hnífur með 10 m sléttu blaði sem er flugbeitt og með beittum oddi, hann hentar vel til að sneiða og skræla og hakka kryddjurtir. 2) Lítill hnífur með tenntu blaði sem er frábær fyrir tómata, kiwi, þurrkaðar pylsur og margt fleira. Og 3) skrælari með föstu blaði sem er brýnt báðum megin svo hann hentar jafnt fyrir örvhenta sem rétthenta notendur.
Hnífarnir eru framleiddir í Frakklandi og þola uppþvottavél. Blöð hnífanna eru úr ryðfríu stáli sem heldur bitinu vel og skaftið er gert úr hörðu plasti sem þolir hita og vatn og fer vel í hendi.