íste, seiðandi
2.790 kr.
Á lager
Dreymir þig um sól og suðrænar slóðir? Seiðandi jurtaseyðið (AquaExotica) frá Kusmi Tea færir hugann samstundist til framandi landa, án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af flugþreytu.
Fullkomin blanda af örlítið súrri stokkrós og dásamlega sætu og töfrandi mangó og svo finnurðu fyrir drekaávextinum og þig langar ekkert heim aftur.
Koffínlaus seyði sem er jafn ljúffengt kalt og heitt og hentar allri fjölskyldunni.
Uppskrift að íste:
Hálffylltu karöflu af sjóðandi vatni, settu telausin í tekúlu ofan í og leyfðu að trekkja í 5-7 mínútur.
Fylltu karöfluna með klökum og njóttu!
Innihald: epli* (47%) , stokkrós* (25%) (e. hibiscus), nýpur* (e. rosehip), náttúrulegt ávaxtabragð (4,5%) og möndlubragð.
*úr lífrænt vottaðri ræktun
Bruggtími: 5-7 mínútur
Hitastig: 95°C
Vörumerki |
Kusmi Tea |
---|---|
Stærð |
100 grömm |