íste, rósasvali
2.790 kr.
Á lager
Rósasvalinn frá Kusmi Tea (AquaRosa) er yndislega bleikur drykkur stútfullur af bragði. Blanda af sætum lífrænum berjum og örlítið súrri stokkrós í fullkomnu jafnvægi blóma og ávaxta.
Koffínlaus berja- og blómabomba sem er jafn ljúffeng köld og heit.
Uppskrift að íste:
Hálffylltu karöflu af sjóðandi vatni, settu telausin í tekúlu ofan í og leyfðu að trekkja í 5-7 mínútur.
Fylltu karöfluna með klökum og njóttu!
Innihald: stokkrós* (38%) (e. hibiscus), epli*, vínber*, ber* (sólber, jarðarber, hindber, bláber, ylliber) (10%), brómberjalauf*, náttúrulegt berjabragð (5%)
*úr lífrænt vottaðri ræktun
Bruggtími: 5-7 mínútur
Hitastig: 95°C
Vörumerki |
Kusmi Tea |
---|---|
Stærð |
100 grömm |