Járnsettið frá Lodge inniheldur tvær misdjúpar steypujárnspönnur. Grynnri pannan gengur einnig sem lok á þá stærri. Hægt er að nota pönnusettið sem hægeldunarpott í ofni. Hentar fyrir rafmagnshellur, keramik, gas og span.
Hafirðu áhuga á frekari fróðleik og upplýsingum um steyptar járnpönnur mælum við með þessari bloggfærslu okkar.