
kaffivél Optio, sjávarblá
49.980 kr.
Á lager
Moccamaster kynnir lit ársins 2025: Ocean eða sjávarblámi. Framleidd í takmörkuðu upplagi í djúpum túrkislit sem kallast á við ólgandi hafið, ef þig langar að mála eldhúsið eða hin raftækin þín í stíl við vélina er litanúmerið #3E646A eða RAL 210 40 15
Það sem einkennir Moccamaster Optio kaffivélina er að hún getur hellt upp á bæði heila og hálfa könnu. Það tekur hana aðeins 6 mínútur að laga heila kaffikönnu, eða 1,25 lítra. Vélin sér til þess að gráðuhitinn á vatninu helst á milli 92°-96° til þess að halda bragði kaffisins dúnmjúku. Þegar hellt er upp á hálfa könnu lætur kaffivélin vatnið renna hægar og hellan stillist sjálfkrafa á lægri hita.
Ef glerkannan er fjarlægð af hellunni á meðan uppáhelling á sér stað stoppar vélin sjálfkrafa og heldur áfram þegar kannan er komin á sinn stað. Hellan heldur hita kaffisins á milli 80° og 85° gráða og slekkur sjálfkrafa á sér 40 mínútum eftir uppáhellingu.
| Vörumerki |
Moccamaster |
|---|---|
| Litur |
Túrkis |
| Stærð |
36 x 32 x 17 CM |



