Revolution mandólínið frá deBuyer getur skorið jafnvel mjúka ávexti og grænmeti í nákvæmar sneiðar, ræmur og ferninga hratt og örugglega. Hægt er að stilla sneiðskarinn frá 1 – 10 mm á þykkt. Þá fylgja þrír julienne ræmuskerar sem skera í 2, 4 og 10 mm ræmur og ferninga. Mandólínið býður upp á sléttar og bylgjaðar sneiðar, julienne ræmur, vöffluskurð, ferninga og tígla.
Það má setja Revolution mandólínið og handhlífina í uppþvottavél en hnífana og skerana er mælt með að vaska upp í höndum.
Meðfylgjandi myndband sýnir vel hversu fjölhæft tól Revolution skerinn er.