Latneska heiti bláþyrilsins er Alcedo atthis og er hann smágerður fugl. Bláþyrillinn er með langan svartan gogg og fallegar túrkislitaðar fjaðrir. Pappírsdýrin frá Plego koma í sléttu umslagi sem vegur aðeins 120 grömm og eru því tilvalin í gjafir sem þarf að senda.
Í umslaginu eru 5 litaðar pappírs-og bómullar arkir sem upplitast síður af ljósi. Þá er einnig að finna skemmtilega örk með helstu upplýsingum um bláþyrilinn og að lokum leiðbeiningar. Það er nú þegar búið að klippa partana úr örkinni og er hver partur merktur svo auðvelt sé að samanbrjóta og festa þá saman. Athugið að það þarf svolítið hvítt, fljótandi lím og ef til vill tannstöngla til að ná öllum fuglinum saman.
Bláþyrillinn er hannaður til þess að standa við enda á yfirborði svo stélið hangi niður. Erfiðleikastig samsetningarinnar er tveir af sex og eiga 12 ára og eldri að eiga auðvelt með föndrið.