Veritas línan frá Riedel er vélarblásin og tryggir þar með afar þunnt kristalgler og léttleika. Veritas glösin samræma sjarma handblásinna glasa og þá stöðugu nákvæmni sem aðeins er hægt að ná fram með vélarblásnu gleri.
Pinot Noir glasið hentar einstaklega vel þegar kemur að því að koma jafnvægi á mýkt og þéttleika ávaxta í léttum vínum úr „nýja heiminum“. Ásamt því að vera fullkomið glas fyrir Pinot Noir rauðvín er túlipanalagaglasið einnig frábært undir rósafreyðivín.
Glösin mega fara í uppþvottavél.