Við mönum þig til að horfa á þennan fallega disk án þess að humma viðlagið í þekktu ítölsku dægurlagi.
Fallegu pizzadiskarnir frá Bitossi eru skreyttir yndislegum litum sem minna á gamla tíma. Hver diskur ber sitt eigið slagorð, og þennan ítalska frasa þarf vart að þýða enda vitum við öll að leiðin að hjartanu liggur í gegnum magann.
Pizzuplattana má setja í bæði uppþvottavél og örbylgjuofn.