Affinity vörurnar frá deBuyer eru með fimm lög af ryðfríu stáli og áli (stál-ál-stál-ál-stál) til að tryggja góða hitaleiðni. Kosturinn við marglaga potta er að hitinn dreifist jafnt og þétt upp með brúnum pottsins – ekki einungis í botninum. Hefðbundni potturinn hentar í alls kyns matargerð, hvort sem það er að sjóða vatn eða láta pottrétt malla.
Eyrun á pottinum eru úr steyptu ryðfríu stáli sem þægilegt er að halda. Brúnin á sósupottinum er hönnuð til þess að auðvelt sé að hella úr honum. Pottinum fylgir stállok.
Ø20 cm potturinn rúmar 3,3 lítra.
Ø24 cm potturinn rúmar 5,5 lítra.
Ø28 cm potturinn rúmar 8,8 lítra.
Það má setja Affinity pottinn í uppþvottavél og gengur hann enn fremur á öll helluborð – einnig á spanhellur. Hitaleiðni pottsins er gríðarlega góð og er því mælt er með að hita pottinn jafnt og þétt í stað þess að setja hitann strax í botn.