H-400 safapressan er af nýjustu kynslóð safapressa og hefur þann kost að það þarf hvorki að skera niður hráefnið né ýta því í gegn. Þú einfaldlega fyllir könnuna af gómsætu grænmeti og/eða ávöxtum og setur í gang (opið er 13,6 cm í þvermál). Í botni könnunnar er blað sem brytjar niður og leiðir hráefnið niður að sniglinum. Snigillinn sem pressar hráefnið snýst 90 snúninga á mínútu, en kosturinn við hæga pressun er sú að næringarefnin haldast í safanum og úr verður minna hrat.
Bæði er hægt að setja ávextina/grænmetið í könnuna og láta vélina vinna eða nota gatið á lokinu til þess að bæta við í safann smátt og smátt. Auðvelt er að setja vélina saman, sem og að taka hana sundur og tvískipta sigtið gerir það að verkum að það er leikur einn að þrífa hana.
Snúningshraði vélarinnar er 90 rpm og hún er 150W. Vélin getur pressað allt að 2000 ml hverju sinni og er það er hægt að láta hana ganga í allt að 30 mínútur í senn.
Safapressunni fylgja safaílát, innbyggt ílát fyrir hratið, bursti, uppskriftabók og leiðarvísir. Hurom veitir 10 ára ábyrgð á mótor.