Lýsing
H-AA safapressan frá Hurom er svokölluð „slow juicer“ safapressa. Þegar hráefninu er þrýst með hægum snúningi í gegn um sigtið myndast minni hiti og núningur svo næringarefnin haldast í safanum og úr verður minna hrat og meiri safi.
Auðvelt er að pressa hvort heldur sem er ávexti eða grænmeti og fylgja tvær gerðir af sigtum, gróft og fínt. Einnig er hægt að stýra magni aldinkjöts með stillinum sem liggur á milli stútanna. Auðvelt er að pressa fræ og hnetur sem lagðar hafa verið í bleyti og gera ís úr frosnum ávöxtum.
Snúningshraði vélarinnar eru 43 snúningar á mínútu og hún er 150W. Vélin getur pressað allt að 500 ml hverju sinni og er mjög auðvelt að taka hana í sundur og þrífa.
Safapressunni fylgja bæði fínt og gróft sigti, ísgerðarsigti, þurrkgrind, lok, safaílát, ílát fyrir hratið, stautur, fjórir burstar, uppskriftabók og leiðarvísir. Hurom veitir 10 ára ábyrgð á mótor.