sápa Arlequin no 2
1.980 kr.
Á lager
Ciment Paris er lítil sápugerð sem Solène og Jérémy settu á fót í París með sjálfbærni og nálægðarhagkerfi í huga.
Sápurnar þeirra eru handgerðar frá grunni í köldu sápuferli, innihaldsefnin eru lífræn án ofnæmisvaka og ilmkjarnaolía. Sápurnar eru því umhverfis- og húðvænar og ilma að auki undurvel. Hver sápa er listaverk með grafísku mynstri sem lífgar upp á baðherbergið eða eldhúsvaskinn.
Arlequin sápurnar frá Ciment eru samstarfsverkefni þeirra og franska þjóðarleikhússins (la Comédie Française) og ætti litamynstrið í þeim strax að kalla fram klassíska mynd af hirðfífli úr ævintýrunum. Arlequin 2 sápan hefur mildan púðurilm og hentar öllum frá 3 ára aldri.
Innihaldsefni: kókosolía (sodium cocoate)**, vatn, sesamolía (sodium sesameseedate)**, glýserín**, ilmefni, CI 77288, kol, CI 77491, CI 77492
** unnið úr lífrænum innihaldsefnum.
Geymist við herbergishita og látið þorna vel á milli. Notið útvortis. Varist að sápa berist í augu og hættið notkun ef óþægindi koma fram.
Vörumerki |
Ciment |
---|---|
Stærð |
100 grömm |