Nýtt

sápa Nappe à carreaux

1.980 kr.

Á lager

Ciment Paris er lítil sápugerð sem Solène og Jérémy  settu á fót í París með sjálfbærni og nálægðarhagkerfi í huga.
Sápurnar þeirra eru handgerðar frá grunni í köldu sápuferli, innihaldsefnin eru lífræn án ofnæmisvaka og ilmkjarnaolía.  Sápurnar eru því umhverfis- og húðvænar og ilma að auki undurvel.   Hver sápa er listaverk með grafísku mynstri sem lífgar upp á baðherbergið eða eldhúsvaskinn.

Nappe à carreaux sápurnar vekja upp myndir af frönsku sveitabístrói enda er mynstrið innblásið af klassískum köflóttum borðdúk eins og nafnið gefur til kynna.
Sápan ilmar af appelsínublómum og er afar mild  svo hægt er að nota hana daglega fyrir líkama, hendur og andlit.

Innihaldsefni:   kókosolía (sodium cocoate)**, vatn, sesamolía (sodium sesameseedate)** glýserín**, ilmefni,  CI 77491, geraniol, linalool
** unnið úr lífrænum innihaldsefnum.

Geymist við herbergishita og látið þorna vel á milli.  Notið útvortis. Varist að sápa berist í augu og hættið notkun ef óþægindi koma fram.

Vörumerki

Ciment

Stærð

100 grömm