Harka og fínleiki mætast í CLK-151 vörunum en botninn er hrjúfur en glerungurinn veitir vörunum ákveðna mýkt.
CLK-151 línan frá Kinto er framleidd í bænum Hasami í Japan úr sandsteini sem er að finna á svæðinu. Sandsteininum er blandað við postulínsstein frá Amakusa og úr verður einstakt sandsteinspostulín. Glerjunaraðferðin sem notuð er á vörurnar kallast „yo-hen“ þar sem ekki er hægt að ráða loka niðurstöðu útlitsins. Með henni kemur því hver munur á óvart og er sannarlega einstakur.
Minni skálin er 5 cm á hæð og rúmar 450 ml. Það má setja skálina í örbylgjuofn og uppþvottavél.