Með samstarfi Arabia og Rauða krossins er vináttu og góðvild fagnað. Útkoman er vörulína sem er myndskreytt upprunalegum teikningum Tove Jansson fyrir Rauða Krossinn. Í tilefni af samstarfinu er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum.
Vörulínan er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963. Teikningarnar eru í áberandi og auðþekkjanlegum stíl og sýna m.a. blómstrandi rauð blóm, Míu litlu með kúst, Múmínsnáðann að klifra upp stiga og Snúð sitjandi við varðeld með vinum sínum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um bakgrunn teikninganna aðrar en að þær voru upphaflega gerðar til að myndskreyta stundaskrá fyrir börn.
Vörulínan inniheldur tvo bolla, disk og skál. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi. Megin skilaboðin eru þau að hvert og eitt okkar getur skipt sköpum við að gera heiminn vinalegri með gjörðum okkar.