spírulok
2.980 kr.
Á lager
SproutHuggers spírulokið er sílikonlok sérhannað til að spíra fræ og baunir í glerkrukkum. Lokið er í tveimur hlutum, gataði hlutinn er strengdur yfir opið á krukkunni og myndar þannig lok sem hægt er að vökva í gegnum og hella frá án þess að spírur og fræ renni út. Milli þess sem spírurnar eru vökvaðar er krukkan með innra lokinu svo látin standa á heila hlutanum svo vatn getur runnið rólega frá án þess að sullast út um allt. Spírulokin frá SproutHuggers henta einkum fyrir meðalstór og stór fræ og baunir.
Lokið er teygjanlegt og passar á margar stærðir af krukkum með op allt að 8 cm. Við mælum sérstaklega með víðu Kilner krukkunum sem eru mjög þægilegar í spírugerð.
Efniviður |
Sílikon |
---|---|
Stærð |
Ø 9 CM |