Með þessu brauðformi frá Emile Henry geturðu bakað allskyns brauðhleifa: súrdeigsbrauð, rúg eða spelt og þar fram eftir götum. Emile Henry keramíkin tryggir að bakstur brauðsins sé keimlíkur þeim bakstri sem fer fram í sérstökum brauðbakstursofnum. Með lokinu á helst rétt rakastig og gerir það að verkum að skorpan verður stökk og gullin og brauðið sjálft verður mjúkt og létt. Í botni formsins eru rákir svo brauðið losni auðveldlega úr forminu ásamt handföngunum á hvorri hlið fyrir sig. Formið er glerjað svo það dregur ekki í sig neinn raka og má jafnframt setja í uppþvottavél.
Þolir frá -20 til 270°