Búið í bili

Súrkálsgerð með Johani 10. október

11.900 kr.

Ekki til á lager

Örnámskeið í súrkálsgerð verður haldið fimmtudaginn 10. október kl 18-20 á kaffihúsi Kokku.

Á námskeiðinu verður sýnd handtök við súrkálsgerð og farið yfir rétt vinnubrögð og heilsufarslegan ávinning af neyslu mjólkursýrðrar matvöru.
Eftir sýnikennslu verður boðið upp á súpu og brauð og tækifæri gefst til að spjalla og deila reynslu.
Þátttakendur fá krukku af súrkáli með sér heim og eftir námskeiðið geta þátttakendur keypt súrkálstengdar vörur á afslætti í Kokku.

Um kennarann:
Johan Andersson er sænskur að uppruna og hefur starfað sem kokkur í þrátíu ár.  Hann hefur mikla ástríðu fyrir súrkálsgerð og kennir reglulega súrkálsnámskeið í Svíþjóð.

Við bendum á að mörg stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði sinna félagsmanna.