svart te, English breakfast
2.590 kr.
Á lager
Svart te frá Kusmi Tea sem er sérvalin blanda úr lífrænni ræktun í Sri Lanka (Ceylon te) og Assam í Indlandi. Enska morgunverðarteið er í dag uppáhalds bland margra Englendinga eins og nafnið gefur til kynna en uppruni blöndunnar og nafngift er engu að síður bandarísk markaðsbrella. Sagan segir að árið 1834 hafi enski kaupmaðurinn Richard Davies sett blönduna í sölu í New York borg og gefið henni þetta heiti til að sannfæra borgarbúa um að blandan væri það allra fínasta og vinsælasta frá Lundúnum, og það virkaði, English Breakfast te sló í gegn. Það var svo ekki fyrr en um 60 árum síðar sem morgunverðarblandan rataði á borð Lundúnabúa.
Innihald: svart Ceylon te*, svart Assam te*, *úr lífrænt vottaðri ræktun
Bruggtími: 3-5 mínútur
Hitastig: 90°C
Vörumerki |
Kusmi Tea |
---|---|
Stærð |
100 grömm |