svart te, Sankti Pétursborg

2.790 kr.

Á lager

St. Pétursborg er svart te frá Kusmi Tea sem er sérvalið úr lífrænni ræktun og blandað berjum, karamellu og ilmandi olíu bergamíu.

St. Pétursborg er í grunninn Earl Grey te en það er erfitt að standast bragðið af mjúkri vanillu, berjum og karamellu. Með tebollanum ferðast bragðlaukarnir yfir brýr og skipaskurði St. Pétursborgar þar sem Neva áin flæðir niður til Eystrasaltsins. Karamellan dregur fram hugrenningartengsl við yfirbragð Dómkirkju heilags Ísaks, sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar.

Upphaflega var teið sett á markað í tilefni af 300 ára afmæli St. Pétursborgar. Þangað rekur Kusmi uppruna sinn aftur til ársins 1867 en í rússnesku byltingunni flutti fyrirtækið sig til Frakklands. Glöggir ferðalangar hafa ef til vill uppgötvað að helstu kennileiti Pétursborgar prýða einmitt einkennismerki fyrirtækisins sem finna má á öllum tedunkunum; tignarleg dómkirkjan og stytta Péturs mikla umkringd telaufum.

Innihald:  svart te úr lífrænt vottaðri ræktun (95%), náttúrulegt berjabragð (3%) bergamíu ilmkjarnaolía (bergamot), náttúrulegt vanillubragð, náttúrulegt karamellubragð
Bruggtími: 3-5 mínútur
Hitastig: 90°C

Vörumerki

Kusmi Tea

Stærð

100 grömm