Tortillupressurnar frá Victoria eru framleiddar af fjölskyldufyrirtæki í Kólumbíu. Hver pressa er úr steyptu járni og húðuð með hörfræolíu og er tilbúin til notkunar.
Tortillupressan er mjög einföld í notkun. Lítil deigkúla er sett í miðja pressuna, efri hlutinn yfir hana og því næst þrýst niður með skaftinu. Hafið í huga að ekki er hægt að nota venjulegt hveiti í tortilludeig – glúteinið teygjist ekki og deigið skreppur aftur saman. Hefðbundnar tortillur er gerðar með maíshveiti eða masa harina sem fæst í flestum sælkerabúðum og mörgum matvöruverslunum.