Slow Coffee Style línan frá Kinto leggur áherslu á taka tíma og njóta þess að hella upp á kaffi. Í SCS settinu er að finna trektarstand, glertrekt, kaffikönnu og filter úr stáli.
Látúnssettið er einkar fallegt með trektarstandi úr hnotu og gylltum stálfilter sem sést í gegnum glertrektina. Það er hægt að stilla hæðina á trektarstandinum svo það er einnig lítið mál að brugga beint í bollann. Það má setja könnuna, trektina og filterinn í uppþvottavél.