Bjarmi táknar aukna birtu vorsins þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori.
Ilmurinn samanstendur af fersku svörtu tei, múskati og hlýjum sedrusviðartónum.
Handáburðurinn frá Urð inniheldur blöndu af rakagefandi olíum sem næra húðina. Kremið er gert úr 99% náttúrulegum innihaldsefnum og inniheldur ilm sem unninn er út frá árstíðabundinni upplifun.