útikerti Living by Heart svart

6.900 kr.

Á lager

Living by Heart útikertin frá Kunst Industrien eru unnin í samfélagsverkefni í Danmörku sem hefur það markmið að veita ungmennum og fólki í viðkvæmri stöðu tækifæri til atvinnuþátttöku.

Útikertin hafa u.þ.b. 90 klst heildar brennslutíma og eru þekkt fyrir að þola alls konar veður, nema kannski úrhellisrigningu.  Við mælum með því að bæta lokinu við til að hlífa kertinu fyrir bleytu og ryki þegar það er ekki í notkun auk þess sem hægt er að nota lokið til að slökkva á kertinu þegar þess er þörf.   (Skoða lok með því að smella hér)

Living by Heart kertin eru fallega mínimalísk, 15 cm á hæð og fást í nokkrum litum, kertavaxið er svart paraffin.
Notist einungis utan dyra.

Vörumerki

Kunst Industrien

Efniviður

Paraffín

Litur

Svart

Stærð

15 CM