Vetrarlína Múminbollanna í ár ber heitið Winter Wonders og sýnir Múminfjölskylduna læra að skauta. Myndefnið er fengið úr myndasögu frá 1955 sem segir frá vetri einum þegar Múmínálfarnir ákveða að leggjast ekki í híði.
Hinn ókunnuglegi herra Brisk mætir galvaskur í Múmindalinn og heillar hann Snorkstelpuna og Mímlu strax upp úr skónum. Hann fær fljótlega íbúa Múmindalsins með sér að keppa í vetrarleikum við mismiklar undantektir. Það sýnir sig að herra Brisk er með mikið keppnisskap og sjá Múminálfarnir ekki eftir honum þegar hann yfirgefur dalinn að lokum.