Marmarinn frá Stoned Amsterdam er fenginn frá ströndum Eyjahafs og úr sveitum Tyrklands. Viskísteinarnir eru tíu talsins og koma í litlum poka svo auðvelt er að geyma þá. Whiskeysteinarnir eru kældir með því að setja þá í frysti í nokkrar klst. Passa þarf að vaska þá upp eftir notkun.
Marmari er lifandi og óreglulegur efniviður og er því hver og einn steinn einstakur.