finnurðu kaffiilminn?

Kíktu í kaffi
uppi á efri hæðinni

Árið 2019 stækkaði Kokka til muna þegar við tókum yfir þriggja hæða húsnæðið á horni Laugavegar 47 og brutum vegginn á milli verslunarrýmanna. Planið var að opna kaffihús á annarri hæðinni og hófumst við handa við að breyta og bæta rýmið. Eftir langa bið, mikla vinnu og heimsfaraldur getum við loks boðið viðskiptavinum okkar upp á aðra hæðina í kaffi og með því!

það má alltaf á sig blómum bæta

Litla systir Kokku

Flest allt sem þú sérð á kaffihúsinu eru vörur sem fást í Kokku. Hvort sem það eru blómapottar, körfur, lampar, ljós og blómavasar. Þá er kaffið og kruðeríið að sjálfsögðu borið fram í postulíni sem þú finnur niðri í versluninni.

Skoða vörur

viltu halda námskeið?

Leigðu Kokkusalinn

Hægt er að leigja aðra hæðina fyrir námskeiðahald og annað utan opnunartíma. Hafðu samband við kaffihus@kokka.is fyrir frekari upplýsingar.

heitt

svart kaffi

  • uppáhelling
    690 kr.
  • tvöfaldur espresso
    590 kr.
  • americano
    690 kr.

kaffi með mjólk

  • cappuccino
    690 kr.
  • café latte
    790 kr.
  • - með jurtamjólk
    + 100 kr.
Kaffið okkar er frá Kaffi Kvörn á Stöðvarfirði og er kaffi dagsins Excelso ep Huila frá Kolumbíu, sem ræktað er af smábændum í Huila héraðinu. Kaffið er þvegið og er blanda af Bourbon, Castillo, Caturra, Colombia og Typica baunum.

te & seyði

  • Earl Grey
    690 kr.
  • grænt te
    690 kr.
  • jurta
    690 kr.

heitt súkkulaði

  • heitt súkkulaði m. rjóma
    890 kr.
  • swiss mocca
    990 kr.

kalt

límonaði

  • flatt
    490 kr.
  • freyðandi
    590 kr.
  • sólber og lakkrís
  • trönuber og granatepli
  • ylliber og epli
  • sítróna, yuzu og gullaldin
  • rabarbari og nýpur
  • súr kirsuber, vínber og roðaber
  • jarðarber og kiwi

límonaði án viðbætts sykurs

  • ylliber og epli
  • rabarbari og nýpur
  • súr kirsuber, vínber og roðaber

annað

  • kranavatn
    0 kr.
  • kranavatn með búbblum
    290 kr.
  • kókómjólk
    290 kr.
  • súkkulaði haframjólk
    290 kr.

matur

brauð bakað á staðnum

  • skyr
    900 kr.

    með berjablöndu

  • - með granóla
    100 kr.
  • opin samloka
    1.790 kr.

    með hummus og grilluðu grænmeti

  • samloka
    1.990 kr.

    grilluð samloka með skinku, osti og pestó

  • súpa dagsins
    1.990 kr.

    grænmetissúpa með brauðbollu

  • baka dagsins
    1.790 kr.

    lítil grænmetis-og ostabaka

  • croissant
    590 kr.
  • - með osti og skinku
    890 kr.
  • brauðbolla
    890 kr.

    með osti eða osti og skinku

sætabrauð bakað á staðnum

  • súkkulaðitruffla
    100 kr.
  • brúnkur
    590 kr.
  • múffur
    890 kr.
  • snúðar
    690 kr.
  • súkkulaðibitakökur
    590 kr.
  • súkkulaðibitakökur (vegan)
    590 kr.
  • hafraklattar
    590 kr.
Athugið að matseðillinn okkar er sífellt í þróun og er úrvalið breytilegt eftir dögum.