finnurðu kaffiilminn?
Kíktu í kaffi
uppi á efri hæðinni
Árið 2019 stækkaði Kokka til muna þegar við tókum yfir þriggja hæða húsnæðið á horni Laugavegar 47 og brutum vegginn á milli verslunarrýmanna. Planið var að opna kaffihús á annarri hæðinni og hófumst við handa við að breyta og bæta rýmið. Eftir langa bið, mikla vinnu og heimsfaraldur getum við loks boðið viðskiptavinum okkar upp á aðra hæðina í kaffi og með því!


Toolbox RO 4, natúr
það má alltaf á sig blómum bæta
Litla systir Kokku
Flest allt sem þú sérð á kaffihúsinu eru vörur sem fást í Kokku. Hvort sem það eru blómapottar, körfur, lampar, ljós og blómavasar. Þá er kaffið og kruðeríið að sjálfsögðu borið fram í postulíni sem þú finnur niðri í versluninni.
viltu halda námskeið?
Leigðu Kokkusalinn
Hægt er að leigja aðra hæðina fyrir námskeiðahald og annað utan opnunartíma. Hafðu samband við kaffihus@kokka.is fyrir frekari upplýsingar.
