Persónuvernd í Kokku

Kokka ehf, kt. 660101-3140 er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu.  Kokka hefur starfsemi á Íslandi og rekur verslun á Laugavegi 47, Reykjavík og vefverslun á kokka.is 

Smákökur

Kokkuvefurinn notar vefkökur til að velja innihald og markaðsefni, meðal annars til að virkja valmöguleika samfélagsmiðla og til að greina umferð um vefinn. Við deilum upplýsingum um notkun á vefnum með samfélagsmiðlum okkar, samstarfsaðilum í greiningu og auglýsingum sem gætu tengt þær við aðrar upplýsingar sem að þú hefur látið þeim í té eða þeir hafa safnað í gegnum notkun þína á þeirra þjónustu. Með því að halda áfram að nota heimasíðuna okkar veitir þú samþykki þitt fyrir kökunum okkar.  Þú getur hvenær sem er eytt kökunum okkar sem geymdar eru í vafranum þínum.

Innfellt efni frá þriðja aðila

Vera kann að á þessari síðu sé innfellt efni (s.s. myndbönd eða deilihnappar) frá öðrum síðum (t.d. Youtube, Vimeo eða vefjum birgja okkar).  Slíkt efni hegðar sér með sama hætti og ef þú hefðir heimsótt þá síðu. Síður sem tengst er með þessum hætti kunna að safna gögnum um þig, nota vafrakökur og fylgjast með því hvernig þú notar hið innfelda efni, þar með talið að fylgjast með ferðum þínum sért þú með notandaaðgang að þeirri síðu og skráð/ur inn á hana.

Hvaða persónugögnum söfnum við á kokka.is

Ef þú stofnar notandaaðgang á kokkuvefnum geymum við þær upplýsingar sem þú skráir þar í vefumsjónarkerfinu.   Þú getur skoðað, breytt eða eytt persónulegum gögnum um þig hvenær sem er, þó er ekki hægt að breyta notandanafni.  Vefstjóri og þeir starfsmenn Kokku sem annast afgreiðslu pantana hafa aðgang að þessum upplýsingum og persónugreinanleg gögn eru einungis notuð til að uppfylla pantanir. 
Þegar þú pantar vörur á vefnum okkar með skráðum notandaaðgangi flytjast persónuupplýsingar (nafn, heimilisfang, símaúmer og netfang) yfir í önnur upplýsingakerfi Kokku þar sem upplýsingarnar eru geymdar ásamt upplýsingum um viðskiptasögu þína.  Vera kann að við notum viðskiptasögu þína til að bjóða þér sérsniðin tilboð eða senda þér upplýsingar sem varða kaup þín.   Þú getur óskað eftir því að persónuauðkennum þínum verði eytt.   Fjármálastjóri og sölufólk hafa aðgang að þessum upplýsingum.

Þú getur líka pantað á kokkuvefnum án þess að stofna notandareikning, í því tilfelli fylgja nauðsynlegar upplýsingar til að afgreiða pöntunina en upplýsingar um kaupanda flytjast ekki yfir í önnur upplýsingakerfi Kokku og eru ekki notaðar til annars en að uppfylla pöntun þína.

Við afgreiðslu vörupantana afhendum við nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer til flutningsaðila og í greiðslugátt Rapyd sé greitt með greiðslukorti.

Þú getur skráð þig á póstlista okkar þegar þú stofnar notanda eða með sérstöku skráningarformi á kokka.is   
Þú getur hvenær sem er afskráð þig af póstlista/afþakkað markaðsefni með því að skrá þig inn eða með því að smellla á hlekk til að afþakka frekari sendingar þegar þér berst frá okkur póstur.

Hvaða persónugögnum söfnum við í verslun okkar

Við sérpantanir eða afgreiðslu fyrirspurna skráum við nafn, netfang og símarnúmer og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem þú gefur upp.  Slíkum upplýsingum er ekki safnað með skipulögðum hætti og er að jafnaði eytt þegar pöntun eða fyrirspurn hefur verið afgreidd.  Hið sama gildir um erindi sem þú kannt að senda okkur með tölvupósti, öðrum rafrænum hætti eða í gegnum síma. 

Þú hefur val um að stofna notandareikning og skrá viðskipti í verslun okkar á þann reikning.    Í þeim tilfellum eru persónugögn þín og viðskiptasaga skráð í kerfi okkar og geymd.  Við kunnum að nýta upplýsingar um viðskiptasögu til að bjóða þér sérsniðin tilboð eða senda þér upplýsingar sem varða kaup þín.   

Ef einstaklingur kemur fram fyrir hönd lögaðila kunna persónuupplýsingar um þann einstakling að vera skráð í kerfi okkar og eru þær upplýsingar notaðar til að uppfylla viðskiptasamband við lögaðilann.

Þín gögn og þinn réttur

Þú getur óskað eftir afriti af þeim persónuupplýsingum sem við eigum um þig.  Þú getur einnig óskað eftir því að við eyðum persónuupplýsingum um þig, slík eyðing nær þó ekki til gagna sem við verðum að safna vegna reglna, laga eða til að tryggja öryggi.

Rafræn vöktun í verslun

Í verslun okkar á Laugavegi 47 er rafræn vöktun með myndavélum.   Tilgangur vöktunar er eigna- og öryggisvarsla og álagsmat.  Myndavélastreymi er aðgengilegt afgreiðslufólki en upptökur eru einungis aðgengilegar verslunarstjóra og eru þær ekki geymdar lengur en ástæða er til.  Efni úr rafrænni vöktun er ekki deilt með 3ja aðila að frátaldri lögreglu.  

síðast uppfært 24.11.2021