Afgreiðslufrestur 
Vörur eru venjulega afgreiddar frá okkur næsta virka dag, þó getur komið fyrir að vörur eru tímabundið uppseldar og munum við þá strax hafa samband í síma eða með tölvupósti.  Vörur sem eru uppseldar til lengri tíma eru annaðhvort fjarlægðar af vefnum eða sérmerktar.  Afgreiðslufrestur á sérpöntunarvöru er misjafn eftir framleiðendum en við munum hafa samband og gefa upp áætlaðan afgreiðslutíma eftir pöntun. 

Afhending  
Þær vörur sem pantaðar eru á vefnum eru sendar viðtakanda með Íslandspósti.  Bögglapóstur er keyrður út á tímabilinu 17-22 á virkum dögum og ætti að jafnaði að berast 1-3 virkum dögum eftir pöntun.  Einnig er hægt að panta vörur og sækja þær í verslun okkar við Laugaveg 47.  

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður, kr. 890 fyrir sendingu i póstbox eða á pósthús, 1390 kr. fyrir heimsendingu, leggst við allar pantanir að verðgildi undir 15.000 kr.  

Greiðslur 
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti, Netgíró eða bankamillifærslu.  Öll vinnsla kreditkortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt.

Skilaréttur 
Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá afhendingu með skriflegri yfirlýsingu. Skriflega yfirlýsingu skal senda á netfangið vefverslun@kokka.is.  Kaupandi ber ábyrgð og kostnað við að koma vöru heilli og ónotaðri í upprunalegum umbúðum til seljanda.   Endurgreiðsla er framkvæmd með sama hætti og upprunaleg greiðsla og er að jafnaði afgreidd innan 7 daga frá móttöku skilavöru.  Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða og seljandi áskilur sé rétt til að hafna móttöku vöru sem endursend er í póstkröfu eða á kostnað viðtakanda.

Vörum sem keyptar eru í verslun okkar á Laugavegi 47 má skila gegn framvísun kassakvittunnar eða gjafamiða í lágmark 30 daga frá kaupum og almennt svo lengi sem vara er í sölu.  Vörur eru endurgreiddar með inneignarnótu sem nýta má í verslun innan 4 ára.  Sé kassakvittun ekki fyrir hendi gildir verð vörunnar á skiladegi.  Útsöluvöru fæst hvorki skipt né skilað.

Ábyrgð raftækja
Öll raftæki bera tveggja ára ábyrgð nema annað sé tekið fram. Ef um ræðir sölu á vöru til lögaðila er ábyrgð eitt ár samkvæmt neytendalögum og lögum um lausafjárkaup.
Ábyrgðin tekur ekki til eðlilegs slits tækja eða notkunar á rekstrarvörum sem eðlilegt þykir að endist skemur en tvö ár. Ábyrgðin fellur niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar og er kaupanda bent á að lesa gaumgæfilega þær leiðbeiningar sem fylgja tækinu.
Nánari upplýsingar um ábyrgðarskilmála má sjá í fylgibréfum framleiðanda. Ábyrgð er ekki staðfest nema að ábyrgðarskirteini/kaupkvittun sé framvísað.

Verð  
Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti.  Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur og geta breyst án fyrirvara.

Öryggi í pöntunum 
Öll vinnsla greiðslukortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt.

Sérpantanir 
Sumar af þeim vörum sem við seljum í Kokku eru einungis seldar eftir pöntunum og eru almennt ekki til á lager verslunarinnar.  Þessar vörur eru sérstaklega merktar í vefversluninni.  Afgreiðslutími sérpantana er misjafn eftir framleiðendum en við höfum samband við kaupanda eftir að pöntun er gerð og gefum upp áætlaðan afgreiðslutíma.  Við áskiljum okkur rétt til að innheimta staðfestingargjald af sérpöntunum sem nemur 15%-30% af verðmæti vörunnar.  Staðfestingargjaldið er ekki endurgreitt eftir að pöntun er komin í vinnslu og sérpöntunum er ekki hægt að skila.

Trúnaður og persónuupplýsingar 
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga.  Kokka mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar sem til verða við pantanir né vista upplýsingar um þá sem panta lengur en ástæða er til.