Nýjungar frá Ankarsrum
Ankarsrum hafa framleitt hrærivélar í meira en 80 ár. Þrátt fyrir háan aldur eru þau enn með puttann á púlsinum og hafa nú svarað kallinu um hrærivél í ljósum og rólegum lit.
Ankarsrum hafa framleitt hrærivélar í meira en 80 ár. Þrátt fyrir háan aldur eru þau enn með puttann á púlsinum og hafa nú svarað kallinu um hrærivél í ljósum og rólegum lit.
Hér er Vera 2.0 með spennandi og frumlegu ívafi. Um er að ræða nýja kynslóð af mottum unnum úr furuolíu sem fellur til við pappírsframleiðslu í Svíþjóð.
John Boos hefur framleitt viðarbretti frá 1887. Til að halda Boos Blocks brettinu þínu við mælum við með að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.
Þetta hefðbundna þýska tágaform eru engu líkt við hefun á brauði. Náttúrulegur og ómeðhöndlaður reyrinn sér til þess að hefunin sé jöfn.
Handunnu körfurnar frá Korbo eiga sér ríka sögu í heimalandi sínu, Svíþjóð. Þær eru ekki bara fallegar heldur líka sterkbyggðar og notadrjúgar.
Til þess að geta bakað skiptir máli að súrinn (einnig kallað súrdeigsmóðir) sé hress og í góðu jafnvægi. Annars getur reynst erfitt og jafnvel ómögulegt að baka úr honum. Þetta er í rauninni eins og að eiga lítið gæludýr á eldhúsbekknum sínum. Hér er farið í meginatriði fóðrunar og í lokin deilir Ragnheiður Maísól uppskrift að hnoðlausu byrjendabrauði.
Við fáum daglega heimsókn frá viðskiptavinum sem eru að leita sér að pönnu sem gerir allt. Ímyndið ykkur vonbrigðin þegar við þurfum að útskýra að hún sé ekki til! Sem betur fer getum við hjálpað þér að finna pönnu sem er fullkomin fyrir þig. Það er nefnilega mikilvægt að steypa sér pönnu eftir vexti, svo ekki sé talað um eftir þörfum heimilis. Í fyrstu færslunni í þessari greinaröð tökum við fyrir pottjárnspönnur. Okkur þykir það afar viðeigandi enda eiga þær sér sögu sem hófst löngu fyrir kristið tímatal.
Það má segja að súrdeigið hafi átt svokallað „come-back“ á síðustu árum. Það er ekki langt síðan eingöngu heilsubúðir seldu súrdeigsbrauð en í dag stöndum við í löngum röðum til að komast yfir þennan heilaga gral brauðsins. Hvað er svona merkilegt við súrdeigsbrauð? Ragnheiður Maísól Sturludóttir útskýrir fyrir okkur hvað heillar hana við súrdeigið í þessum fyrsta lið á blogginu um súrdeigsgerð.
Ertu ekki með aðgang?
Stofna aðgang