markmiðin okkar
Panna er ekki bara panna
Hugmyndin að baki Kokku hefur frá upphafi verið sú að panna er ekki bara panna og markmiðið er að opna augu fólks fyrir því að mismunandi pönnur henta við mismunandi aðstæður.Svo mikið til og svo erfitt að velja
Stefna Kokku er að leiðbeina viðskiptavinunum í gegnum frumskóg eldhúsáhaldanna og aðstoða við val, notkun og viðhald. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að spyrja spurninga og leitumst við að uppfræða og leiðbeina fólki til að finna hvað því sjálfu hentar best.Verkfæri í eldhúsið
Eldhúsáhöld eru ekkert annað en verkfæri sem maður notar við dagleg störf í eldhúsinu. Þau þurfa að virka og endast vel.
Þess vegna leggjum við áherslu á vandaðar vörur sem skila hlutverki sínu með sóma jafnvel við erfiðar aðstæður, og ekki sakar ef hluturinn gleður augað í leiðinni.
saga Kokku
opnun Kokku
Kokka hóf starfsemi í litlu rými við Ingólfsstræti 8 þann 27. apríl 2001. Þó rýmið væri fáir fermetrar kenndi þar ýmissa grasa og verslunin varð fljótt þekkt fyrir að bjóða vandaðar vörur.
Þar var oft þröng á þingi og eftir fyrsta desembermánuðinn í Ingólfsstrætinu var ljóst að finna þyrfti stærra húsnæði. Eftir mikla leit í miðbænum fannst hentugt húsnæði á miðjum Laugaveginum og þangað flutti verslunin í nóvember 2002.
flutningar
Í stærra rými nóg pláss og loftaði vel um vörur og viðskiptavini, en ekki leið á löngu þar til hver fermeter var fullnýttur. Hærri hillur voru settar upp og eitt og annað hengt upp í loft.
Á þessum nýja stað dafnaði Kokka vel og eignaðist stærri hóp fastra viðskiptavina. Svo kom að því árið 2004 að sett var á stofn vefverslun til að ná til enn fleiri viðskiptavina. Á þeim tíma voru ekki margar innlendar vefverslanir og nýttist vefurinn helst sem stór og góður búðagluggi þar sem hægt var að skoða flest það sem Kokka hefur upp á að bjóða.
stækkun Kokku
Ekki leið á löngu þar til verslunin var þakin vörum frá gólfi til lofts og þurftu Kokkuliðar að beita ýmsum brellum og brögðum til að koma öllu fyrir. Það var svo í lok árs 2019 sem Kokka tók yfir tómt húsnæði á horni Laugavegar og Frakkastígs, braut á milli og stækkaði verslunarrýmið til muna.
Frá stækkun þessari hefur reksturinn sannarlega blómstrað og tækifæri gefist til að auka vöruúrvalið sem og að hafa fleiri stærri vörur til sýnis, eins og til að mynda Ilve eldavélarnar. Þá er einnig verið að vinna að því að vera með annars konar rekstur á annarri hæð hússins og er fólk að vinna hörðum höndum að því að koma rýminu í gagnið. Fylgist með!