Excel uppþvottagrindin frá JosephJoseph er tveggja hæða þurrkunargrind sem tekur ekki mikið pláss á eldhúsborðinu. Hægt er að hengja allt að fjögur vínglös á rekkann og svo grípur bakki vatnið sem rennur af þeim. Glösin geta verið í mesta lagi 26 cm á hæð og 9 cm á breidd til að nýta bakkann.
Grindin sjálf er í smá halla svo vatnið leitar inn í miðjuna sem tengist stút og hellist vatnið af í vaskinn jafnóðum. Þá er þurrkhólfið fyrir áhöld og hnífapör laust til að skapa aukið pláss. Pinnarnir eru með jöfnu bili svo hægt er að komast alls kyns leirtaui og/eða pottum fyrir. Auðvelt er að taka grindina í sundur til að þrífa.
Mál Excel uppþvottagrindarinnar eru: 46,5(L) x 31,5(B) x 32(H) cm.